Ilmkjarnaolíur

Á meðgöngu getur meðferð með ilmkjarnaolíum verið mjög áhrifarík. Ilmkjarnaolíurnar virka þannig að þær auka blóðflæði líkamans og þar með eykst bæði næring til fósturs og móður og um leið minnkar vatnssöfnun líkamans þar sem frásog til sogæða eykst. Olíurnar veita einnig slökun.

Ilmkjarnaolíum er blandað við burðarolíu sem hjálpar til við að mýkja vöðva og sinar svo að líkaminn á betra með að aðlagast þeim breytingum sem verða á meðgöngunni. Olíurnar eru oftast settar í burðarefni, t.d. jarðhnetuuolíu eða mjólk, og er hægt að setja blönduna síðan m.a. í baðkar. Olíunni er svo nuddað á líkamann og er það talin mjög áhrifarík meðferð til að halda líkama og sál móður og barns í mikilli vellíðan.

Mjög mikilvægt er að notaðar séu réttar ilmkjarnaolíur á meðgöngu og í fæðingu. Ekki eru allar ilmkjarnaolíur æskilegar og á meðgöngu skal ekki nota olíur sem örva mjög líkamsstarfsemina en í fæðingu eru þær olíur bestar til að létta fæðingu.

Olíurnar má setja blandaðar útí baðvatn til að ná fram slökun, t.d. með lavender, setja í sjóðandi heitt vatn og anda að sér, blanda í úðabrúsa og spreyja í andrúmsloftið og margt fleira.

Ilmkjarnaolíur fást t.d. í heilsubúðum og hægt er að fá góðar uppl. um virkni þeirra á hinum ýmsu síðum á netinu. Mikilvægt er að afla sér góðra og öruggra upplýsinga um notkun olíanna, t.d. hjá ilmolíufræðingum.

Heimildir:
Balaskas, J. (1990). The water birth book.

Selma Júlíusdóttir. (2007). Heilsuhringurinn. sótt af: http://www.heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=184:ilmoliumeefere-fyrir-barnshafandi-konur-og-vie-faeeingu&catid=12:meefereir&Itemid=16

  • Flokkar