Um samtökin

Hagsmunasamtök um náttúrulegar fæðingar voru stofnuð þann 3. desember 2010. Markmið samtakanna eru meðal annars að hvetja foreldra til að kynna sér rétt sinn og stuðla að upplýstu vali þegar kemur að meðgöngu og fæðingu og eiga gott safn fræðsluefnis til útláns. Einnig munum við hittast annan sunnudag í hverjum mánuði þar sem opnar umræður verða um hin ýmsu málefni og allir fá tækifæri til að koma fram sínum vangaveltum. Fyrirlestrar verða líka í boði reglulega yfir árið.

Samtökin eru óháð hvers kyns pólitískum áhrifavöldum, en að þeim stendur hópur áhugafólks og foreldra sem lætur sér þessi mál fyrir brjósti brenna. Stofnendur koma frá ólíkum bakgrunni og má innan stjórnar samtakanna finna sjómenn, heilsunuddara, kennaranema, nema í brjóstaráðgjöf og fæðingarþjálfun (e. doula).

Stjórn:
Sandra Sif Jónsdóttir, formaður
Elísa Dröfn Tryggvadóttir, upplýsingafulltrúi
Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Thoroddsen, ritari (sitjandi varaformaður)
Unnur Ósk Unnsteinsdóttir, gjaldkeri
Ragnar Jón Ragnarsson, meðstjórnandi
Ríkarð Svavar Axelsson, meðstjórnandi

  • Flokkar